Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 122 svör fundust

Hversu mörgum konum var drekkt í Drekkingarhyl og fyrir hvað?

Aftökur tíðkuðust á Íslandi á 17. öld fyrir nokkrar tegundir afbrota sem yfirvöld töldu að væru sérlega alvarleg. Var hugmyndin sú að með því að taka sakamenn af lífi myndu aðrir forðast glæpi og jafnframt yrði afstýrt reiði guðs yfir ósiðlegu framferði landsmanna. Ætla má að frá lokum 16. aldar fram á fyrstu ár 1...

Nánar

Hver fann upp táknmálið?

Það var í raun enginn einn sem fann upp táknmálið, heldur eru táknmál sjálfsprottin mál sem hafa þróast í samfélagi heyrnarlausra manna alls staðar í heiminum. Um þetta segir Svandís Svavarsdóttir í svari sínu við spurningunni: Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?:Táknmál er ekki alþjóðlegt h...

Nánar

Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?

Á ensku nefnist karlkanínan „buck“, en það orð er einnig notað um karlspendýr af hjartarætt. Til eru nokkur mismunandi heiti á íslensku yfir þetta enska orð eftir tegundum, til dæmis hafur, hrútur og tarfur. Kvenkanínan er á ensku kölluð „doe“ sem á sama hátt nær yfir kvendýr hjarta, antilópa, geita og skyldra dýr...

Nánar

Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar?

Talið er að íslenskar konur hafi farið að klæðast fyrsta vísi að peysufötum, sem einnig voru nefnd húfubúningur, í lok 18. aldar. Þá fóru konur að nota húfur með skúfi hversdags í staðinn fyrir falda eða skaut. Fyrirmynd skotthúfanna eru líklega karlmannsprjónahúfur, þá einkum húfur skólapilta sem gengu í Skálhol...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um mælieiningarnar pott og pela?

Pottur og peli eru gamlar mælieiningar, svonefndar lagareiningar sem voru notaðar til að mæla vökva. Annað orð yfir vökva er einmitt lögur, samanber til dæmis orðið sápulögur. Heiti mælieininganna var dregið af ílátunum sem menn notuðu til að mæla en aðrar lagareiningar voru til dæmis flaska og kútur, en einnig an...

Nánar

Hvaða aldurshópur lendir helst í bílslysum?

Umferðarstofa, og áður Umferðarráð, hefur um langt skeið séð um skráningu umferðarslysa hér á landi í þeim tilgangi að komast að því hvers konar slys eiga sér stað og hver vettvangurinn og aðstæðurnar eru. Upplýsingarnar úr skráningunni er síðan hægt að nota forvarna og breyta og bæta vega- og gatnakerfi þar sem s...

Nánar

Hvernig myndast sýklalyfjaþol?

Sýklar eru meðhöndlaðir með margskonar lyfjum en stundum verða þeir þolnir. Einnig er talað um lyfjaónæma stofna baktería. Orsökin fyrir tilurð þeirra er sú að sýklalyf eru sterkur valkraftur, sem leiðir til breytinga á stofni sýklanna. Hér er að verki náttúrulegt val, sem Charles Darwin og Alfred Wallace uppgötvu...

Nánar

Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið stofnun?

Upprunalega spurningin var: Er til skilgreining á hugtakinu stofnun, þá er til dæmis átt við kirkjuna eða sjúkrahús sem stofnun? Stofnun er meðal annars skilgreind sem „föst starfsemi með ákveðin verkefni í almanna þágu“, og einnig „eitthvað fyrirtæki eða annars konar skipulögð starfsemi, opinber eður ei, s...

Nánar

Hvað er átt við með þjóðargjaldþroti?

Hugtakið þjóðargjaldþrot hefur talsvert verið í umræðunni undanfarna mánuði hérlendis. Sambærileg hugtök eru einnig til í öðrum tungumálum, til dæmis er stundum talað um national bankruptcy á ensku. Hugtakið er þó nokkuð misvísandi því að þjóð getur ekki orðið gjaldþrota. Ekki er hægt að eiga kröfu á þjóð sem slík...

Nánar

Svar: dvergagáta

Lausn: Lágvaxni maðurinn er of lítill til að ná upp í takkann sem sendir hann upp á 10. hæð í lyftunni. En þegar rignir hefur hann vitanlega regnhlíf með í för enda vill hann ekki verða rennandi blautur í rigningunni, eða jafnvel gengur í stígvélum eins og einnig kom fram í svörum lesenda. Þá notar hann auðvitað r...

Nánar

Fleiri niðurstöður